Svalvogar jeppaferð

Undir hömrunum háu liggur fjallvegur sem er engum líkur og heitir Svalvogavegur. Hann er 49km leið sem liggur á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Leiðin er torfær og erfið yfirferðar á köflum og því eingöngu hægt að fara hana á góðum jeppa. Svalvogavegur er með fallegsutu leiðum á Íslandi og liggur um óbyggðir og fáfarnar slóðir. Útsýnið er einstakt yfir hina Vestfirsku alpa og leiðsögn bætir miklu við upplifunina. Við stoppum á vel völdum stöðum og njótum svæðisins og dýralífsins. 

Ferðin byrjar og endar á Ísafirði og tekur 6-7 klukkutíma.