Bátsferð í Veiðileysufjörð

Veiðileysufjörður er einn af mörgum fjörðum Jökulfjarða á Hornströndum. Lanslagið er einstakt og ósnortið og er tilvalið að hefja nokkra daga leiðangur um Hornstrandir í Veiðileysufirði. Það er ein dagsleið úr botni fjarðarins yfir í Hornvík og Látravík.

Báturinn sem fer í Veiðileysufjörð stoppar fyrst á Hesteyri og því fer það eftir fjölda farþega og veðri hve langan tíma tekur að komast frá Ísafirði. Hægt að gera ráð fyrir að það sé á bilinu 1,25-2 klst.