Hvalaskoðun á slöngubát (RIB)

Hvalaskoðun í Djúpinu er einstök upplifun. Við siglum á 12 manna slöngubát um Ísafjarðardjúp og komumst í ótrúlegt návígi við náttúruna, hvalina og annað dýralíf. Siggi skipstjóri og leiðsögumaður hefur oft verið nefndur "hvalahvíslari" enda með eindæmum nöskur á að finna hvalina. 

Farið er frá Ísafirði eftir að allir farþegar hafa fengið flotgalla, vesti og öryggiskynningu og tekur siglingin 2 klst. Leiðin sem við förum er misjöfn eftir því hvar hvalirnir halda sig þann daginn en oft er siglt að Möngufoss á Snæfjallaströnd og reynt að nálgast lundana þegar þeir eru enn á svæðinu.