Heimsókn á Hesteyri

Við bjóðum uppá fimm tíma ferð með leiðsögn yfir til yfirgefna þorpsins Hesteyri. Þorpið er í klukkutíma siglingarfjarlægð frá Ísafirði, en siglingin yfir djúpi og inn Jökulfirðina er upplifun útaf fyrir sig. Saga Hesteyrar er einstök en það var tekin sameiginleg ákvörðun um að yfirgefa þorpið um miðja síðustu öld og hefur þorpið verið eingöngu sumardvalastaður síðan. 

Ferðin hefst á Ísafirði en þegar í land er komið á Hesteyri er gengin góður hringur með leiðsögumanni sem fer yfir sögu staðarinns og náttúru. Við endum svo í kaffi í Læknishúsinu og njótum tíma á eigin vegum áður en haldið er til baka.